Heimstaden fór nýverið í gegnum endurmörkun og var nafnið á félaginu breytt í Íveru. Okkur var falið að hanna og þróa nýjan vef sem væri einfaldur í notkun.
Til að tryggja samþættingu við helstu þjónustur tengdum við vefinn við MainManager fyrir þjónustu- og verkbeiðnir, S5 fyrir umsjón með leiguíbúðum og úrvali, auk Signet fyrir rafræna innskráningu. Framendinn var þróaður með Next.js.
Vefurinn veitir leigjendum greiðan aðgang að fjölbreyttu úrvali íbúða um allt land og einfaldar samskipti þeirra við Íveru.