VISKA er íslensk hönnunar- og vefstofa sem var stofnuð snemma árs 2016. Á skömmum tíma höfum við unnið með yfir 100 viðskiptavinum víðsvegar um heiminn með framúrskarandi árangri.
Á hverjum degi koma fram ný og krefjandi verkefni sem við hlökkum til að takast á. Viðskiptavinir eru fjölbreyttir, allt frá litlum ferðaþjónustufyrirtækjum yfir í sveitarfélög og hlutafélög. Hvort sem verkefnið er stórt eða smátt vinnum við það af fullum krafti.
Viðskiptavinir okkar eru framsæknir og átta sig á mikilvægi stafrænnar upplifunar. Okkar verk einfalda lífið, hvetja til nýrrar hegðunar og þjónusta þínar þarfir. Ef þú vilt hugsa út fyrir kassann, þá viljum við vinna með þér.