Yfir 100 vefir í loftinu hér eru nokkrir vel valdir

VISKA hefur komið að yfir 100 vefum sem eru í loftinu í dag. Verkefnin spanna allt frá einföldum lendingarsíðum yfir í flóknar vefverslanir og miðlæg kerfi.

Við höfum unnið með fjölbreyttum fyrirtækjum um allan heim og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni.
Modulus

Modulus

Modulus var stofnað árið 2016 og framleiðir fullfrágengin einingahús og staka módula sem koma tilbúin á áfangastað. Hægt er að tengja saman tvo eða fleiri módula og reisa þar með allar gerðir húsa: parhús, raðhús, fjölbýli o.s.frv. VISKA kom að vefhönnun og þróun hjá Modulus sem hefur skilað auknum fyrirspurnum og verkefnum í gegnum vefinn.

Faktoría

Faktoría veita fyrirtækjum í vexti skjótan og hagkvæman aðgang að fjármagni. Kerfið gerir þeim kleift að fá fjármögnun reikninga afgreidda innan sólarhrings. VISKA kom að forritun og smíði vefsins sem var hannaður af vinum okkar hjá Jökulá.

Faktoría
Grunnskólavefir Reykjavíkurborgar

Grunnskólavefir Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg fór í endurmörkun allra 36 grunnskólavefanna árið 2017. Í byrjun árs 2018 var VISKA falið það hlutverk að hanna og smíða sameiginlega útgáfu af öllum 36 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Verkefninu lauk síðla árs 2018. Við tekur áframhaldandi þróun og viðhald á vefunum.

Dorma

Dorma er rótgróið fyrirtæki sem býður upp á allt í svefnherbergið. Verkefnið var unnið í samstarfi við Tactica, sem tengdi vörur og reikninga við Microsoft Navision.

Dorma
NARC

NARC

NARC er tölvuleikja studio í Möltu. Framkvæmdastjóri NARC er stofnandi CCP og höfundur EVE Online en tölvuleikjafyrirtækið er byggt á áralanga reynslu einstaklinga út tölvuleikjaheiminum. Tilgangur NARC er einungis eitt: heimsyfirráð, með því að þróa stað fyrir hættulega ávanabinandi MMO tölvuleik. VISKA aðstoðaði með vefþróun fyrir Narc.com, sem er afar dularfullur.

Sockbox

Hvað væri lífið án sokka? Við myndum varla vilja ímynda okkur þann litlausa heim. Þess vegna kom Sockbox til sögunnar, sem gefa smá líf í lúguna og bíður upp á litríka og fallega sokka heim mánaðarlega. VISKA aðstoðaði með hönnun og smíði á nýjum vef Sockbox sem einfaldar til muna að koma í áskrift.

Sockbox
Spánarheimili

Spánarheimili

Að smíða fallega hönnun er skemmtilegt, en að útfæra nýjar lausnir í bakendanum er enn skemmtilegra. Vefur Spánarheimila notar hnit frá næstu ströndum, flugvöllum, verslunarkjörnum og golfvöllum, reiknar fjarlægðina og birtir fyrir hverja eign fyrir sig.

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg fór í endurmörkun allra 36 grunnskólavefanna árið 2017. Í byrjun árs 2018 var VISKA falið það hlutverk að hanna og smíða sameiginlega útgáfu af öllum 36 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Verkefninu lauk síðla árs 2018. Við tekur áframhaldandi þróun og viðhald á vefunum.

Menntastefna Reykjavíkurborgar
Hatari

Hatari

Örfáum vikum fyrir Eurovison fengum við fyrirspurn frá Hatara. "Viljið þið aðstoða okkur við að knésetja kapitalismann?"

Ertu með verkefni í huga?segðu okkur örlítið frá því