Pizzan hóf stafræna vegferð með VISKU í lok árs 2022. Í framhaldinu af góðum viðtökum af vefnum var farið í að smíða app fyrir Pizzuna. Pizzan ákvað af gefa öllum þeim sem niðurhöluðu appið 1000 kr inneign sem varð til þess að appið var það vinsælasta á Íslandi marga daga í röð. Appið er enn í stöðugri þróun, og viðskiptavinir geta búist við frekari ánægjulegum uppfærslum í framtíðinni.