Innri vefur Samgöngustofu

Skál fyrir því

 • Vef- og viðmótshönnun

 • Vefþróun

 • Ráðgjöf

 • Vefumsjón

Við elskum innri vefi, og sérstaklega þá sem við gerum. Hér var engin undantekning en Samgöngustofa hafði samband við okkur til þess að uppfæra innri vef starfsmanna. Eldri vefurinn var úr sér genginn, orðinn hægur og erfiður í viðhaldi. VISKA sá um ráðgjöf, hönnun, vefþróun og uppsetningu.

01

Undirbúningur

Í upphafi fengum við til okkar glimrandi gott skjal frá Samgöngustofu. Þau höfðu sett upp spurningalista til að athuga óskir starfsfólksins hvað varðar innri vefinn. Í þessu skjali mátti glögglega sjá hvaða undirsíður væru vinsælastar, hverjar væru lítið sem ekkert notaðar og þar að auki góðar hugmyndir um betrumbætur á núverandi vef. Við glugguðum í þetta skjal dag og nótt og notuðum sem leiðarvísir inn í nýja vefinn.

jumbotron image

Endurmörkun og endurhönnun

Samgöngustofa hafði nýverið fengið til sín nýtt merki, liti og letur. Það var því kjörið tækifæri að leika sér með þessu nýja og spennandi hönnunarefni. Meginliturinn, sá dökk blái, var notaður fyrir bakgrunn valmyndar sem fylgir notandanum hvert sem hann fer. Rauði og græni voru síðan notaðir sem áherslulitir.

jumbotron image

Innri og ytri tengingar

Í bakendanum á vefnum getur vefstjóri Samgöngustofu auðveldlega breytt og bætt við efni, undirsíðum og útliti. Dagskrá fyrir mánuðinn er sett inn í gegnum dagatals viðmót og ódagsettir viðburðir inn í lista. Matseðillinn er settur inn viku í senn með heiðursaðgang fyrir kokkinn, en aðgangsstýringar var mikilvægur þáttur þegar það kom að utanumhaldi vefsins.
Á starfsmannasíðunni er síðan gagnvirk leit með tengingu í Active directory hjá Samgöngustofu.

jumbotron image

02

Farsímaútlit

Hvað er í matinn?

Þessi fjögur orð heyra margir eflaust allt of oft. Með nýja vefnum er þessi setning nær aldrei sögð í húsakynnum Samgöngustofu enda getur hver sem er rifið upp símann og skoðað matseðilinn á örskotsstundu, auk þess að glugga í ökutækjahandbókina af og til.

03

Tæknin

 • PHP
  PHP

  Forritunartungumál fyrir Wordpress

 • Wordpress
  Wordpress

  Vefumsjónarkerfi

 • Bootstrap
  Bootstrap

  Frontend framework

jumbotron image

04

Útkoman

Viska setti upp fyrir okkur nýjan innri vef og var samstarfið frábært. Starfsfólk Visku vann hratt og vel og tóku okkar kröfur og hugmyndir og útfærðu þær alltaf þannig niðurstaðan fór fram úr væntingum. Virkilega vönduð vinnubrögð, fljót og lipur þjónusta og mikill metnaður lagður í setja sig inn í hlutina.
Sigfús Þór Sigmundsson
Vefstjóri Samgöngustofu