Í upphafi fengum við til okkar glimrandi gott skjal frá Samgöngustofu. Þau höfðu sett upp spurningalista til að athuga óskir starfsfólksins hvað varðar innri vefinn. Í þessu skjali mátti glögglega sjá hvaða undirsíður væru vinsælastar, hverjar væru lítið sem ekkert notaðar og þar að auki góðar hugmyndir um betrumbætur á núverandi vef. Við glugguðum í þetta skjal dag og nótt og notuðum sem leiðarvísir inn í nýja vefinn.