Nýr pöntunarvefur fyrir Papas

Skoða vef
Hero illustration
 • Vef- og viðmótshönnun

 • Vefþróun

 • Hugbúnaðarþróun

Vinir okkar hjá Papas í Grindavík vildu færa vefinn sinn með einfaldara utanumhaldi, nýju útlit og betra pöntunarferli. Gamli vefurinn var orðinn barn síns tíma. Vefurinn notaði vefumsjónarkerfið Wordpress sem reyndist erfitt að viðhalda. Í samstarfi við starfsfólk Papas var ákveðið að nota sérhæfðan hugbúnað frá VISKA til þess að sjá um pantanir, greiðslur og afhendingar. Notendur skrá sig inn með SMS kóða og geta þannig séð yfirlit yfir sína pantanir og fylgst með stöðunni hverju sinni.

Skoða vefsíðu

01

Hönnun

Í hönnunarferlinu var lögð áhersla á einfalt og þægilegt pöntunarferli. Það voru margir annmarkar á gamla vefnum. Mörg tilboð voru ekki í boði sem hefði annars verið hægt að selja á netinu.

3 mismunandi viðmót voru hönnuð, eitt fyrir tilboð, pizzu og svo almennt yfirlit fyrir einfaldari vörur. SMS innskráning vistar fyrrum pantanir og sendir notanda tilkynningar þegar pizzan er tilbúin.

jumbotron image

Hvað viltu á þína pizzu?

Á vefnum getur þú auðveldlega breytt pizzu og splittað henni. Vörumyndin hægra megin breytist eftir því hvaða pizzu þú velur, og sýnir einnig ef hún er skipt til helminga.

Pöntunarkerfið

Vefurinn notar hugbúnaðinn Upsell sem er þróaður af VISKA. Hugbúnaðurinn gerir allt utanumhald einfalt, til að mynda að búa til nýjar vörur, bæta við tilboðum, greiðslugáttum o.fl.

02

Farsímaútlit

Einfalt í öllum tækjum

Vefurinn er að sjálfsögðu hannaður með áherslu á snjalltæki enda er mest megnis af traffíkinni í gegnum snjallsíma. Mobile-first nálgunin var notuð við hönnun á vefnum.

03

Undir húddinu

 • Next
  Next

  React framework

 • Vercel
  Vercel

  Hýsing

 • Prismic
  Prismic

  Vefumsjónarkerfi

 • Tailwind
  Tailwind

  CSS framework

 • Socket.io
  Socket.io

  Javascript library

 • Mapbox
  Mapbox

  Sérsniðin kort

jumbotron image

04

Ummæli

Starfsfólkið hjá Visku var snöggt bregðast við okkar fyrirspurnum og hugmyndum. Við erum mjög ánægðir með útkomuna og þá sérstaklega þá bættu þjónustu sem það gefur viðskiptavinunum.
Þormar Ómarsson
Papas