Stafræni Háskóladagurinn

Sameiginlegur vefur fyrir allar námsbrautir íslenskra háskóla

Skoða vef
 • Vef- og viðmótshönnun

 • Vefþróun

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra sjö háskóla landsins. Dagurinn er til þess gerður að kynna allt háskólanám fyrir verðandi háskólanemum og aðstoða þá við að velja sér námsbraut og skóla. Í ljósi samkomutakmarkana vegna Covid-19 var hann haldinn með stafrænum hætti í fyrsta sinn árið 2021. Til að auka aðgengi og þjónustu við verðandi nemendur var ákveðið að birta yfirlit yfir allt nám á háskólastigi á nýjum vef Háskóladagsins. Þar er einnig að finna öfluga námsleitarvél þar sem leita má að nöfnum á námsbrautum eða tengdum leitarorðum. Vefurinn er fyrsti sinnar tegundar á landinu og hefur stóraukið stafræna þjónustu háskólanna við almenning.  

Heimsækja vefsíðu

01

Hönnun

Vefurinn er einfaldur og notendavænn. Á forsíðunni er öflug leitarvél sem sýnir allar námsleiðir háskólana. Hver og einn skóli er með sér undirsíðu til þess að kynna sína stofnun.

jumbotron image

Ekki viss hvað þú vilt velja?

Í ár unnum við í samstarfi við háskólana að viðbót sem hjálpar nemendum að finna þá námsleið sem hentar. Notandinn velur sín áhugasvið og fær niðurstöður út frá þeim.

jumbotron image

02

Snjalltæki

Tiltækt á öllum tækjum

Vefurinn er hannaður sérstaklega fyrir farsíma og spjaldtölvur.

03

Tæknin

 • Firebase
  Firebase

  Gagnagrunnur

 • Next
  Next

  React framework

 • Vercel
  Vercel

  Hýsing

 • Algolia
  Algolia

  Leitarvél

 • Lottie
  Lottie

  Hreyfigrafík

 • Sass
  Sass

  CSS Pre-processor

jumbotron image

04

Útkoman

VISKA tók sér þróa og hanna vef fyrir stafrænan Háskóladag með gríðarlega öflugri leitarvél sem miðlar umferð inn á ólík vefsvæði allra háskóla á Íslandi. Við vorum mjög ánægð með samstarfið. Fyrirtækið vann mjög faglega og sýndi mikinn sveigjanleika auk frumkvæðis í innleiðingunni og stóðust allar tímaáætlanir sem var gríðarlega mikilvægt.
Jón Örn Guðbjartsson
Samskiptastjóri HÍ