Nýr og betri vefur fyrir stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins

Skoða vef
 • Vef- og viðmótshönnun

 • Vefþróun

 • Ráðgjöf

Sumarið 2021 kom það skemmtilega verkefni að gera nýjan og betri vef fyrir eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Brim. Brim hafði nýlega gengið í gegnum endurmörkun í samvinnu við okkar góðu kollega í Kontor sem kallaði á heildarendurskoðun á stafrænum vettvangi. VISKA sá um vefhönnun, þróun og ráðgjöf. Við tekur stöðug þróun svo vefurinn geti blómstrað sem aldrei fyrr.

Heimsækja vefsíðu

01

Undirbúningur

Í upphafi greindum við traffíkina á núverandi vefsvæði. Með þær upplýsingar undir höndunum gátum við hafist handa við gerð nýs veftrés. Áhersla var lögð á sjálfbærni og umhverfismál sem og auðvelt aðgengi fjárfesta, almennings og viðskiptavina að hagnýtum upplýsingum.

Söluvaran dregin fram

Brim heldur úti öflugu söluneti. Vefurinn er því ekki eingöngu upplýsingavefur heldur einnig söluvefur. Á afurða undirsíðunni er einfalt yfirlit af söluvörum, mismunandi vinnsluaðferðum og upplýsinar um fiskimið. Áhugasamir einstaklingar geta sent inn fyrirspurn með einum smelli sem eykur þjónustu við viðskiptavininn.

Fylgst með skipum í rauntíma

Brim heldur úti öflugum skipaflota. Við greiningu á traffík vefsins kom í ljós að undirsíða með upplýsingum um svokallaðar ‘Skipafréttum’ var sú allra vinsælasta. Þarna voru fjölskyldur sjómanna að glugga í hvenær skipin væru væntanlegt til lands. Við tókum þetta skrefinu lengra og nú er hægt að fylgjast með staðsetningu skipanna í rauntíma. Þjónustan MarineTraffick gerir okkur kleift að sjá staðsetningu alls skipaflota Brims á einum stað, starfsfólki og fleirum til mikilla lukku.

02

Farsími

Gott yfirlit á öllum skjáum

Mikil áhersla er lögð á framsetningu efnis á snjalltækjum.

03

Undir húddinu

 • Next
  Next

  React framework

 • Vercel
  Vercel

  Hýsing

 • Tailwind
  Tailwind

  CSS framework

 • Prismic
  Prismic

  Vefumsjónarkerfi

 • Algolia
  Algolia

  Leitarvél

 • Mapbox
  Mapbox

  Sérsniðin kort

 • Sendgrid
  Sendgrid

  Tölvupóstsendingar

jumbotron image

04

Útkoman

Samstarfið við starfsfólk Visku hefur gengið vel. Þarfir okkar og hugmyndir þeirra um útfærslur fóru vel saman eins og t.d. hvernig staðsetning skipa í rauntíma sýnir. Starfsfólk Visku er hugmyndaríkt, vandvirkt og fljótt bregðast við þegar á þarf halda.
Brim
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir